.

VÍÐFEÐMIR JÖKLAR, GLÆSILEGIR FIRÐIR OG GAMLAR GOÐSAGNIR.

FlyOver Iceland notar nýjustu tækni til að veita þér raunverulega flugupplifun. Þú hangir í festingu fyrir framan 300 fermetra hnattlaga sýningartjald með fætur í lausu lofti og horfir á myndina okkar, sem fer með þig í æsispennandi ferðalag um Ísland. Tæknibrellur, þar á meðal vindur, þoka og lykt, ásamt hreyfingum búnaðarins gera þess upplifun ógleymanlega.

Mountains
SÆTIN HREYFAST MEÐ RAUNVERULEGUM HÆTTI SVO ÞÉR FINNST ÞÚ FLJÚGA
Screen
SVEIGÐUR SKJÁR UMLYKUR ÞIG SVO ÞÚ ERT Á KAFI Í HASARNUM
Wind
VINDUR, ÞOKA, LYKT OG DREYMANDI TÓNLIST

Upplifun Fyrir Alla

Sýning sem fyllir þig stolti

  • FlyOver Iceland er sýning sem þú verður að sjá.
  • Sjáðu meira af landinu þínu en þú hefur áður séð.
  • Skemmtun sem hentar öllum aldurshópum.

Áttu von á gestum?

  • Sýndu vinum og vandamönnum fallega landið þitt á einstakan hátt.
  • Hentar í öllum veðrum.

TVÆR EINSTAKAR FORSÝNINGAR 

SAGAN, GOÐSAGNIRNAR OG NÁTTÚRAN

Áður en aðalsýningin hefst verða sýndar tvær myndir með ensku tali sem skoða hlutverk náttúrunnar, tímans og mannsins á þessari einstöku eyju. Eldfjöll og jöklar, víkingar, tröll og fleira – þetta er mögnuð upplifun.

„Hin vitra“, sem er ævaforn tröllkona, heldur á glasi með gulum vökva, á handlegg hennar situr hrafn.

 

STÍGÐU INN Í ÆVINTÝRAHEIM 

Áður en flugferðin hefst verður þú umlukin töfrum Íslands. Flugleiðsögumennirnir okkar og tröllskessan SúVitra, leiða þig í gegnum tvö einstök ævintýri sem auðga ímyndunaraflið með sögum af Íslandi, Íslendingum og náttúruöflunum.


LANGHÚSIÐ

Áður en farið er af stað mun íslenski sögumaðurinn bjóða þér inn í forníslenskt langhús víkinga. Við ljómann af eldstæðinu mun hann flytja sögur sem birtast svo ljóslifandi í skuggamyndum.
 

BRUNNUR TÍMANS

Í Brunni Tímans kynnist þú umfangsmikilli sögu Íslands. Náttúruöflin og mannsandinn birtast þér ljóslifandi með aðstoð tónlistar, myndskeiða, myndefnis og tæknibrellna. Þetta er með leiðsögn SúVitru, persónu sem byggð er á þjóðsögum um tröll og er hönnuð af hinum ástsæla myndskreyti Brian Pilkington. Hún er ævaforn og táknar bæði íslenska visku og töfra landsins.

Sú vitra leiðir þig í gegnum þrjá mismunandi þætti. Fyrst upplifir þú orku landsins í gegnum kraftmikil, og gjarnan ofsafengin, náttúruöflin. Því næst kemur mannfólkið til sögunnar og tileinkar sér orðtiltækið „þetta reddast“. Loks sérð þú hvernig íslenska þjóðin hefur skapað sér líf á þessum harðbýla stað. Lífið heldur áfram, sama hvað gerist.

Bókaðu hér & sparaðu!

Við komu
 
Á heimasíðu
5950   5690

Kaupa Miða

Lægra verð þegar bókað er fyrirfram

Börn verða að vera að minnsta kosti 100 cm á hæð. Börn (12 ára og yngri) verða að vera í fylgd með fullorðnum eða forráðamanni (14 ára eða eldri).

HVERNIG FLYOVER ICELAND VARÐ TIL

Sjáðu myndbandið um hvernig FlyOver Iceland varð til. Í hverjum kafla er farið yfir mismunandi áfanga í ferlinu við að búa til nýjustu afþreyinguna í Reykjavík.
 

back to top