FlyOver Iceland er í Reykjavík.

Heimilisfang: Fiskislóð 43, 101 Reykjavík

Það er auðvelt að komast til okkar, hvort sem er fótgangandi, akandi eða í strætisvagni.

Man of the area surrounding FlyOver Iceland.

Fótgangandi

Fótgangandi

Auðvelt er komast til okkar fótgangandi frá í miðbæ Reykjavíkur. Gakktu sem leið liggur út á Granda meðfram gömlu höfninni vestur af miðbænum. Aðalgatan er Geirsgata og þar finnur þú göngustíg sem liggur meðfram höfninni og út á Granda. Þegar þú kemur að Grandagarði, götunni á bak við Sjóminjasafnið, ertu komin(n) út á Granda. Beygðu til vinstri við Grandagarð og gakktu framhjá búðunum og kaffihúsunum þar til þú kemur að Grunnslóð. Beygðu til vinstri inn á Fiskislóð, á móti Hvalasýningunni. FlyOver Iceland er þar fyrir aftan í áberandi húsi sem ætti ekki að fara framhjá neinum.

Rafskútur

Rafskútur

Reykjavík er lítil borg og hjólastígum fjölgar hratt. Það er einkar þægilegt að ferðast um miðbæinn og Grandann á rafskútu. Það eru nokkur fyrirtæki sem reka rafskútur og hvert þeirra með app fyrir sínar skútur.

Two people riding e-Scooters on a leafy street.

Strætisvagnar

Strætisvagnar

Leið 14 gengur út á Granda frá Hlemmi (efst við Laugaveg) og stoppar á mörgum stöðum í miðbænum. Við mælum með að þú skipuleggir ferðina með því að nota vefsvæði strætó: www.straeto.is

Á Bíl

Á Bíl

Aktu Sæbrautina í vesturátt þar til gatan verður að Geirsgötu (og haltu áfram framhjá Hörpu). Gatan verður að Mýrargötu og við enda hennar er stórt hringtorg. Taktu aðra beygjuna út á Fiskislóð og eftir u.þ.b. 100 metra sérðu Hvalasafnið á vinstri hönd. Beygðu til vinstri hér. FlyOver Iceland er til húsa við Fiskislóð 43. Bílastæði eru ókeypis fyrir gesti. Þú sérð skilti sem vísa þér á inngang FlyOver Iceland.

Hópferðabíll

Hópferðabíll

Ertu að koma úr annarri ferð? Mörg íslensk fyrirtæki bjóða upp á skoðunarferðir um Reykjavík. Í flestum ferðum er komið við á Granda og FlyOver Iceland er aðeins í 20 metra fjarlægð. Biddu vagnstjórann um að láta þig vita þegar þú ert komin(n). (Þetta er sama stoppistöð og fyrir Hvalasafnið).

Skemmtiferðaskip

Skemmtiferðaskip

Ertu farþegi á skemmtiferðaskipi sem siglir til eða frá Reykjavík? Frábært! FlyOver Iceland hentar fullkomlega fyrir stutta dvöl í landi, enda hentuglega staðsett á Granda, í 7 mínútna akstursfjarlægð frá staðnum þar sem flest skemmtiferðaskip leggjast að landi.

Sýndarflug yfir landið er frábær leið til að sjá náttúrufegurð Íslands í miðri Reykjavík eða setja lokapunktinn á ferðina áður en haldið er heim á leið. Mundu að spyrja móttökustjórann um borð um samgöngur til og frá skemmtiferðaskipinu.

back to top