Líkt og tröllin er Brian Pilkington þjóðareign Íslands.
Þegar Brian teiknaði íslensku jólasveinina með sínum einstaka stíl fengu þessar aldagömlu sögur í fyrsta sinn andlit. Jólasveinarnir, sem áður voru grimmir og þjófóttir, urðu ljúfir og harmlausir karlar sem öllum þótti vænt um.
Bækurnar sem Brian hefur myndskreytt eru afar vinsælar á Íslandi. Bækurnar má fá á mörgum tungumálum í bókabúðum, bensínstöðvum og á flugvellinum.
Líkt og álfar og huldufólk eru tröllin hluti af þjóðsögum landans. Þau eru hluti af menningu og þjóðarsál Íslendinga. Líkt og í góðri sögu þurfti FlyOver Iceland sýningin sitt eigið tröll. Við vorum því himinlifandi að fá Brian til þess að teikna fyrir okkur tröll FlyOver Iceland. Hún heitir Sú Vitra og leikur lykilhlutverk í annarri forsýningunni okkar.
Að vera hluti af sýningu sem þessari hefur verið alveg ný reynsla fyrir Brian.
Brian kom fyrst til Íslands árið 1976. Í heimabænum hans, Liverpool, var lítið um vinnu að hafa og hinn ungi Englendingur safnaði sér fyrir 3 vikna ferð til Íslands. Svo vel líkaði honum dvölin að hann ákvað að setjast hér að. Hann fékk fljótlega vinnu sem myndskreytir fyrir auglýsingastofu í Reykjavík.
Eiginkona Brians, Kate, spilar með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þau, ásamt börnunum sínum tveim, komu sér fyrir í rólegu úthverfi borgarinnar. Á heimili þeirra hefur Brian stúdíó út af fyrir sig með útsýni yfir Atlantshafið. Heimili þeirra er hlýlegt og augljóst er að þar er ástríða fyrir bókum og listum. Borðin eru þakin blekblettum.
Brian nefnir einmitt að hans aðferð þyki „gamaldags“. Hann teiknar allt fríhendis með litlum penslum og engir skjáir koma við sögu.
Frá árinu 1983 hefur Brian myndskreytt um tuttugu bækur um tröll. Hann lætur oft fylgja litlar sögur með hverri teikningu, lýsing á persónueinkennum hvers trölls og þeim ævintýrum (eða hremmingum) sem það hefur orðið fyrir. Bækurnar hans hafa verið gefnar út á fjölmörgum tungumálum.
Það sem gerir starf Brians svo sérstakt, að hans sögn, er frelsið til að að skapa eitthvað alveg nýtt. Það hafa verið sagðar þjóðsögur um tröll alla tíða, en fáir hafa teiknað tröllin. Hingað til hafa þau aðeins verið til í hugarflugi Íslendinga.
„Þetta er tækifæri til þess að gera nákvæmlega það sem maður vill“ segir Brian um það að skapa tröllin. „Engin vissi hvernig þau líta út, og engin hefur reynt að teikna þau í 1200 ára sögu landsins“.
Brian tekur fram að hann láti sannleikann ekki standa í vegi fyrir sér. Það hefur engin séð tröll þannig að hann hefur frelsið til að túlka þau eins og honum sýnist. Þar liggur fjörið í starfi myndskreytis.
„Ef ég þyrfti að liggja í rannsóknum væri þetta eins og vinna“ segir Brian og hlær.
Einstakur stíll Brians er auðþekkjanlegur meðal landsmanna, og heillandi í augum gesta.
„Fólk segir að tröllin mín séu íslensku tröllin. Svona líti þau út í hugum landsmanna“
Brian hefur teiknað húströll FlyOVer Iceland og heitir hún Sú Vitra. Hann skapaði hana yfir nokkra daga árið 2018. Sú Vitra kemur fyrir í forsýningunni Lífsins Brunni. Í Lífsins Brunni kynnist gesturinn sögu Íslands. Fyrst upplifir hann orku landsins í gegnum kraftmikil náttúruöflin. Svo kemur mannfólkið til sögunnar og Sú Vitra útskýrir hvernig lífið heldur áfram og að þetta reddast.
Brian segir að Sú Vitra hafi birst honum með hraði, flest tröll sem hann teiknar gera það. Hann kallar ferlið við að skapa tröllin „tunnel vision“
„Ég set persónuna saman smá saman, og hún tekur mig alveg yfir á meðan“ segir Brian.
Sú Vitra er afar viturt tröll, eins og nafnið ber með sér. Hún er líka afar hávaxin eða yfir þriggja metra há. Brian lýsir henni sem vitru trölli með glettnis glampa í augunum.
„Sú Vitra er 800 ára gömul, einstaklega fróð tröllskessa sem hefur orðið vitni að stórum hluta af sögu Íslands“ segir Rick Rothschild, listrænn stjórnandi FlyOver Iceland, og mikill aðdáandi Brians. „Hún er, eins og nafnið gefur til kynna, afar vitur...hún hefur þó efasemdir um heilindi manna en veit hversu þrautseigir þeir eru og hvernig þeir hafa skapað sér líf á þessu harðbýla skeri“.
Að sjá tröllskessuna vakna til lífsins í þrívíddri teiknimynd er frábært fyrir alla sem koma að verkefninu. Hlutverk Brians hefur verið að sjá til þess að skessan hreyfi sig rétt og hegði sér eins og tröll.
„Að færa tröll frá teikniborðinu yfir í heim hreyfimynda hefur verið mikið ævintýri“ segir hann.
Þó þetta sé stórt verkefni var þetta vel þess virði fyrir FlyOver Iceland teymið sem eru öll miklir aðdáendur Brians.
„Í yfir 35 ár hefur Brian Pilkington komið að fjöldamörgum bókum um íslensku tröllin“ segir Rick Rothschild. „Teikningarnar hans og sögurnar í kringum þær hafa gert hann að hálfgerðum trölla-sérfræðingi. Að fá Brian til að taka þátt í þessu verkefni með okkur, sérþekkingu hans og hæfileika til að skapa einstakar myndir, er alveg einstakt“.
Þú finnur bækur Brians í öllum bókabúðum. Hittu Þá Vitru í eigin persónu í FlyOver Iceland sýningunni sem opnar í sumar.