HVERNIG FLYOVER ICELAND VARÐ TIL

Töfrar Í Loftinu: Að Ná Rétta Skotinu

Hvert skot fyrir Flyover er flókið, áhættusamt en að lokum, afar gefandi fyrir þá sem að því koma. Ótal vinnustundir liggja að baki hvers tökustaðar. Búið er að rannsaka, undirbúa, dreyma um og skipuleggja í þaula hvern einasta ramma. Tökuteymi FlyOver Iceland reiðir sig einnig á dágóðan skammt af töfrum.

Alls voru tekin upp 30 atriði fyrir myndina. Hver tökustaður var eintakur og ógleymanlegur og farið var í hvern landshluta til þess að ná að fanga á sem bestan hátt landslag Íslands. Því miður er ekki hægt að nota öll skotin í þessari 8 mínútna mynd. Hér er standardinn settur afar hátt!

Í þessu myndbandi er skyggnst bakvið tjöldin í ferlið á bakvið tökurnar hjá Goðafossi. Goðafoss í Bárðardal er voldugur foss sem rennur frá Skjálfandafljóti. Hann er 12 metra hár og um 30 metra breiður. Upptökurnar fóru fram að vori til þegar leysingar og rigning gerði vatnsmagnið mun meira en vanalega.

Kajakræðarnir fræknu sem létu sig gossa niður Goðafoss fyrir tökurnar.

Mynd: Kajakræðarnir fræknu sem létu sig gossa niður Goðafoss fyrir tökurnar.

Sérstakur ShotOver búnaður hýsir red myndavélina sem er tyllt framan á þyrluna.

Mynd: Sérstakur ShotOver búnaður hýsir red myndavélina sem er tyllt framan á þyrluna. Myndavélinni stjórnar John Trapman, flug-kvikmyndatökumaður.

Nokkrir af reyndustu kajakræðurum Íslands tóku þátt í tökunum fyrir þetta atriði. Goðafoss er ekki staður þar sem maður sér kajaka og þyrlur við og tökurnar voru afar spennandi. Mikið traust þurfti að ríkja milli allra aðila og þjálfað fólk var í hverju sæti. Hittu teymið okkar, sjáðu ferlið bakvið kvikmyndatökurnar og töfrana í loftinu. Í sumar kemur svo í ljós hvaða skot lifðu af á klippiborðinu!

Skoða FlyOver Iceland

Fleiri sögur eins og þessa

back to top