Krakkar elska að ferðast um Ísland, og það er engin furða! Hvalir, lundar, tröll og ævintýralegir fossar gera ferðalagið ógleymanlegt.
Ef þú vilt vera ferðamaður í eigin borg, eða ætlar að ferðast með börnin til Reykjavíkur eru hér nokkrar uppástungur að afþreyingu fyrir alla fjölskylduna:
Í Reykjavík ríkir litrík menning og líflegur kúltúr. Á sumrin breytist miðbærinn í göngugötu og þá er tilvalið fyrir fjölskylduna að rölta um. Oft má njóta lifandi tónlistar og á mörgum húsveggjum eru framandi listaverk.
Harpan er orðin ein af kennileitum Reykjavíkur og er upplifun að heimsækja bæði fyrir unga sem aldna. Húsið er einstakt og staðsetningin við gömlu höfnina færir húsinu enn meiri sérstöðu. Harpa er heimili sinfóníuhljómsveitar Íslands og þar eru oft haldnir tónleikar fyrir börn. Enskumælandi gestir geta farið á sýninguna Icelandic Sagas þar sem Íslendingasögurnar eru settar fram á frumlegan hátt. Miðasala er á www.harpa.is.
Að sjá hval í návígi er sterk upplifun sem engin gleymir. Frá gömlu höfninni í Reykjavík eru margar brottfarir á degi hverjum í leit að langreyðum, hrefnum, höfrungum og lundum.
Eftir hvalaskoðunina er tilvalið að rölta um gömlu höfnina. Þar má sjá allt frá litlum trillum upp í gömul hvalveiðiskip, skemmtiferðaskip og stundum eru varðskip við höfnina. Ef gengið er lengra í átt að Hörpu er fallegt útsýni yfir Faxaflóann og Esjuna.
Sama hversu mikið þú ferðast um landið þitt, að sjá það út lofti er töfrandi upplifun og frábær leið til að prufa eitthvað nýtt.
Hjá FlyOver Iceland getur fjölskyldan átt magnaða stund sama með því að fljúga yfir jökla, upp eftir fossum og niður djúp gil. Við lofum því að Íslendingar hafa aldrei séð landið sitt á þennan hátt. Í húsinu eru tvær forsýningar þar sem menning, saga og jarðfræði Íslands er sett fram á nýstárlegan hátt. Eftir flugið er tilvalið að tilla sér á Kaffi Granda, kaffihús sem staðsett er í FlyOver Iceland og njóta góðs kaffis frá Reykjavík Roasters og bakkelsi frá Brauð og Co, eða rölta niður að sjónum og horfa yfir á Gróttuvita.
Það jafnast fátt á við sundferð. Fjölskyldur geta gert sér glaðan dag og heimsótt náttúrulaugar í nágrenni Reykjavíkur og bætt léttri fjallgöngu við daginn. Aðrir geta látið sér nægja að heimasækja eina af 18 sundlaugum borgarinnar. Við mælum sérstaklega með Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Þar eru góðir pottar og þrjár stórar rennibrautir. Laugardalslaug er líklega sú vinsælasta enda staðsett í hjarta borgarinnar. Í nokkra mínútna göngufjarlægð er Húsdýragarðurinn og Grasagarðurinn.
Það er úr mörgu að velja þegar ferðast er með börnin um landið. Hvort sem þú ert borgarbúi eða af landsbyggðinni er alltaf hægt að sjá nýjar hliðar á heimaslóðunum.