Eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan er ytri byrði FlyOver Iceland hússins hér í Reykjavík að nálgast lokun. Einstakur karakter byggingarinnar skín í gegn á gamla hafnarsvæðinu á Granda—rétt í tíma fyrir vorið!
Ytri veggirnir á turninum voru tilbúnir snemma í janúar. Núna höfum við snúið okkur að innri byrði hússins.
Um þessar mundir er verið að setja upp tækjabúnaðinn sjálfan en hann er sannkallað hjarta FlyOver upplifunarinnar. Pöllunum sem sætin sitja á hafa verið stillt upp. Sætin sjálf, skjárinn og hliðin eru næst í uppsetningu.
Að sjálfsögðu er mun meira sem þarf að setja upp en sætin og pallarnir. Verið er að leggja lokahönd á pípulagnir, tækjabúnað og rafmagn. Innri veggir eru nánast tilbúnir. Um leið og innréttingarnar eru tilbúnar verða for-sýningarnar settar upp.
Fylgstu með okkur á Facebook og Instagram til þess að sjá hvernig okkur gengur á lokametrunum.