Bygging FlyOver Iceland sem verið er að byggja á Grandanum í Reykjavík er bæði flókið og spennandi mannvirki. Byggingin mun vekja mikla athygli, bæði að utan og innan.
Hinn virti arkitekt Páll Hjaltason stýrir verkinu. Hann hefur tekið þátt í vinnu við borgarskipulag Reykjavíkur um nokkurt skeið og kemur bæði með gríðarlega reynslu og þekkingu inn í verkefnið.
„Finna má verk Páls í ýmsum áberandi kennileitum víðs vegar um borgina, og hann á sinn þátt í vexti okkar fallegu borgar“ segir Sigurgeir Guðlaugsson hjá FlyOver Iceland. „Hann er svo sannarlega rétti maðurinn í þetta verk - og ekki er verra að skrifstofan hans er með óhindrað útsýni yfir byggingarsvæðið!“
Hin 18 metra háa bygging mun tróna yfir nærliggjandi mannvirkjum, enda þarf hún að rúma kvikmyndatjald sem er yfir 12 metrar á hæð. Byggingin er sambland af kassalaga rými og hringlaga hvelfingu sem hýsir kvikmyndatjaldið.
„Samspil þessara ólíku byggingarstíla er mjög skemmtilegt“ segir Sigurgeir. „Þetta verður áberandi bygging sem setur mark sitt á umhverfið.“
Framkvæmdir eru komnar vel á veg og byggingin byrjuð að taka á sig mynd.
Fylgstu með okkur á Facebook og Instagram til þess að sjá hvernig okkur gengur á lokametrunum.