Ísland ere inn besti staður í heimi til að sjá náttúrufyrirbrigðið Aurora Borealis eða Norðurljósin. Á hverjum vetri kemur fólk frá öllum heimshornum til Íslands til þess að sjá Norðurljósin. Það er svo sannarlega einstök upplifun að ná þessum ljósum.
Hér munum við reyna að svara helstu spurningum þínum um Norðurljósin.
Þegar straumur rafhlaðinna agna frá sólinni rekst á segulsvið jarðar á gífurlegum hraða hrindir segulsviðið ögnunum frá sér. Við segulpólanna sleppa nokkrar agnir inn. Þegar þessar eindir rekast á lofthjúpinn örvast frumeindir og sameindir í hjúpnum og senda frá sér ljós sem við köllum Norðurljós (eða Suðurljós sért þú staddur við Suðurpólinn).
Það eru tvær ástæður þess að Norðurljósin sjást svo vel á Íslandi. Í fyrsta lagi sjást Norðurljós mjög vel nálægt 66 gráðum norður. Ísland situr á 65 breiddarbaug og er því fullkomlega staðsett. Í öðru lagi, þar sem Ísland er strjábýl eyja, er lítið um ljósmengun en Norðurljósin sjást best í miklu myrkri. Á Íslandi eru langir vetrar og nóg af dimmum nóttum. Þar að auki er veðurfarið hér nokkuð mild, þökk sé hlýjum hafstraumum og því hægt að vera meira úti á næturnar en á öðrum stöðum svo nálægt Norðurheimskautinu.
Frá því seint í ágúst og fram undir miðjan apríl má sjá Norðurljósin á Íslandi. Líkurnar aukast þó seint í september þegar það er farið að dimma upp úr kl 18 á daginn. Besti mögulegi tíminn til að sjá Norðurljós (séu þau til staðar) er þegar það er nýtt tungl (andstæðan við fullt tungl).
Til þess að sjá Norðurljósin þarftu heiðskýran himinn. Líkurnar á því aukast þegar komið er lengra inn á landið, fjarri strandlínunni. Þingvellir eru góður staður til að finna myrkur og kyrrð, án þess að keyra mjög langt fjarri Reykjavík. Hafir þú tök á því er gott að fara sem fjarri bæjum og borgum. Eins og íslendingar þekkja getur verið erfitt að finna daga þar sem þetta smellur allt saman, heiðskýr himin, góð Norðurljósaspá og gott veður. Ágæt þumalfingursregla er að stefna í norð-austur frá Reykjavík til að hámarka líkurnar á heiðskýrum himni, en þetta eru ekki nákvæm vísindi.
Ef þú ert í borginni er gott að finna svæði líkt og Grandann. Grandinn er nálægt miðbænum en þar eru engir íbúar og því færri ljósastaurar og ljósmengun. Þar eru líka margir veitingastaðir til þess að flýja inn og hlýja sér. Margir ganga einnig niður að Sæbraut til þess að sjá Norðurljósin dansa yfir Esjunni. Annar vinsæll staður innan borgarsvæðisins er Grótta. Þar eru fáir ljósastaurar og fá hús nálægt. Gættu þess bara að festast ekki hjá vitanum í flóði!
Annar skemmtilegur valmöguleiki er að fara í bátsferð frá Reykjavíkurhöfn. Þá siglir þú einfaldlega frá ljósunum í borginni og nýtur þess að sjá bæði borgina og Norðurljósin í fjarska.
Að sjá Norðurljósin er einstök upplifun sem við íslendingar höfum forréttindi að njóta.