Kvikmyndatökulið FlyOver Iceland, eða „draumaliðið“, samanstendur af besta fólkinu í faginu, þar sem hugmyndahönnuðurinn Rick Rothschild og leikstjórinn Dave Mossop eru í fararbroddi.
Hinn þekkti kvikmyndatökumaður og tökustjóri John Trapman, sem hefur sérhæft sig í háloftamyndatökum, framleiðslustjórinn André Janse og íslenski þyrluflugmaðurinn Jón Björnsson eru í náinni samvinnu við íslenska framleiðendur frá Hero Productions og Profilm. Saman tryggja þessir aðilar að hver einasta myndataka sé fullkomin.
„Teymið okkar verður bara betra og betra“ segir Rothschild.
Hingað til hefur myndatökuteymið eytt um 80 klukkustundum um borð í þyrlunni og 24 klukkustundum í flugvél. Notast er við háþróaða myndavél við upptökurnar, og verður kvikmyndin að lokum sýnd á tjaldi sem er á hæð við fjögurra hæða hús. Tökum er að miklu leyti lokið og eru þær nú í undirbúningi fyrir eftirvinnsluteymið. Enn er þó eftir að taka upp þau skot sem sýna landið í allri sinni dýrð um hávetur.
Markmið teymisins er að hafa visst margar myndatökur tilbúnar til eftirvinnslu um miðjan október, segir Rothschild.
Næst er að hefja vinnu við myndvinnslu, litvinnslu og brellur, sem og að semja tónlistina og þér er óhætt að treysta því að margt mun koma þér skemmtilega á óvart. Fylgstu með hugmyndahönnun fyrir forsýninguna, og sjáðu hvernig háloftaheimsóknin sjálf tekur á sig mynd. Fylgstu með okkur á Facebook eða skráðu þig fyrir fréttabréfi verkefnisins hér fyrir neðan til að sjá allt það nýjasta sem um er að vera!