Flugsýning FlyOver Iceland er ekki:
FlyOver Iceland er upplifun sem umvefur þig. Þetta er frábær skemmtun og ólík öllu öðru á Íslandi. Það getur verið erfitt að útskýra nákvæmlega hvað þetta er, því upplifunin er svo sterk og svo ólík öllu öðru.
„Við flytjum þig algjörlega um stað og stund,“ segir listrænn stjórnandi FlyOver, leikstjórinn Rick Rothschild. „Þú stígur inn í nýjan raunveruleika í sýningunni okkar“
Með öðrum orðum má segja að FlyOver Iceland sé einstök sýning. Svona útskýrum við hvað hún felur í sér.
1. Þetta er í alvöru eins og að fljúga: FlyOver minnir á það þegar mann dreymir að maður svífi. Tækið okkar og tæknin lyftir þér upp og veitir þér sterka flug-upplifun. Þú þýtur áfram, niður gil, upp með fossum og svífur yfir stórbrotnar jökulár.
2. Upplifunin er umvefjandi: Þetta er ekki eins og að sitja í bíó og horfa á skjá. Skjárinn í FlyOver, sem er um 300 fm2, er sveigður um sætin og skjávarparnir sýna myndina í háskerpu svo upplifunin verður óaðfinnanleg. Tæknin á bak við FlyOver Iceland er ein sú fágaðasta sem völ er á. „Það er eitthvað að gerast fyrir framan þig, fyrir neðan þig og fyrir ofan þig. Þú gefur þig á vald stundarinnar – þú ert í upplifuninni,“ segir Rick.
3.Tæknin er í fremstu röð: Í FlyOver snýst allt um að ná fumlausri upplifun. Til að ná því fram þarf að samstilla hreyfingar tækisins við hreyfingar myndarinnar fullkomlega. FlyOver nýtir sér eina framsæknustu sýningartækni í heimi. Þetta er sannkallað tækniundur.
4. Hún virkjar öll skilningarvitin. FlyOver er undurfögur upplifun og þeir sem eru hrifnæmir koma út með tárin í augunum. Landslagið sem flogið er yfir er stórbrotið og farið er á marga staði sem meðalmaðurinn myndi annars ekki sjá. En það er ekki bara myndefnið sem hrífur mann. Þú hreyfist með hreyfingum myndavélarinnar sem tók upp efnið, þú finnur lykt af blautum mosa þegar þú svífur yfir Snæfellsjökul, þú finnur vindinn þjóta hjá þegar þú þýtur niður Markarfljótsgljúfur, þú finnur mistrið dropa í andlitinu þegar þú flýgur inn í skýjabakka.
„Þetta virðist sem töfrar“ segir Rick. Þú ein segir til hvort svo sé, eða ekki.
Viltu vita meira um gerð myndarinnar? Kíktu á myndbandaseríuna okkar Bakvið tjöldin og komdu svo og prófaðu sýninguna!