Í júní hóf okkar frábæra myndatökuteymi fyrsta áfanga kvikmyndatöku fyrir FlyOver Iceland. Undirbúningur fyrir kvikmyndatöku (prófun tækjabúnaðar, val á stöðum, áætlanagerð, leyfisumsóknir fyrir þyrluflug og fleira) hefur verið í gangi í marga mánuði.
Kvikmyndin verður tekin upp á næstu sex mánuðum í öllum landshlutum og á ólíkum árstíðum, þannig að allt hið besta sem Ísland hefur upp á að bjóða njóti sín. Þetta er geysilega mikil áskorun! Innlent kvikmyndateymi undir forystu sama hugmyndahönnuðar og leikstjóra og er á bak við FlyOver Canada, ásamt frábærum framleiðanda, hefur nú hafist handa við að kvikmynda stórkostlega náttúrufegurð Íslands. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar ljósmyndir sem gefa þér forsmekkinn af því hvað þarf til að ná þessum stórfenglegu myndum fyrir háloftaheimsóknina.
Við birtum fleiri spennandi fréttir fljótlega—fylgstu með okkur á Facebook og skráðu þig fyrir fréttabréfi verkefnisins hér fyrir neðan til að sjá allt það nýjasta sem um er að vera!